Arnar Jón Agnarsson gekk til liðs við Hauka í dag og fá strákarnir okkar þar frábæran liðsstyrk. Arnar Jón er öflug örvhent skytta sem örugglega á eftir að láta vel að sér kveða í Haukatreyjunni.
Við bjóðum Arnar Jón hjartanlega velkominn til Hauka og erum viss um að hann á eftir að eiga góða tíma næstu ár í Haukafjölskyldunni.
Á myndinn er Arnar Jón með Aroni þjálfara mfl.karla.