5.flokkur karla varð í gær, laugardag, Íslandsmeistarar. Strákarnir unnu fyrstu tvö Íslandsmótin en höfnuðu í 5. sæti á síðasta deildarmótinu sem fram fór um helgina. Það nægði þeim til að vera langstigahæstir á Íslandsmótinu.
Glæsilegur árangur hjá þessum strákum og þarna eru greinilega leikmenn framtíðarinnar á ferðinni.
Handknattleiksdeildin óskar strákunum að sjálfsögðu til hamingju með að vera fyrstu Íslandsmeistarar deildarinnar í vetur.