Strákarnir töpuðu í dag fyrir HK 33-28 í Digranesi en þrátt fyrir það eru þeir öruggir með að halda sæti sínu í deildinni því á sama tíma tapaði Fylkir fyrir Fram og eiga þar með ekki möguleika á að komast upp fyrir okkar menn.
Strákarnir okkar komu ekki alveg tilbúnir til leiks gegn HK. HK náði strax góðu forskoti en um miðjan síðari hálfleik tókst okkar mönnum að jafna metin. Það hélt ekki lengi og HK juku muninn strax aftur. Lokatölur urðu 33-28.
Eins og áður segir eru strákarnir öruggir með sæti í efstu deild á næsta ári. Fylkir tapaði í dag fyrir Fram og eiga þar með aðeins möguleika á að jafna okkar menn að stigum. Það dugir þeim þó ekki þar sem við erum með betri markatölu í innbyrðis leikjum við Fylki. Við Haukamenn getum því andað léttar. Fylkir og ÍR eru því fallin úr efstu deild.
Næsti leikur strákanna er gegn Val á sunnudaginn eftir viku, 22. apríl. Valur á möguleika á að verða Íslandsmeistari. Haukamenn, fjölmennum á leikinn og styðjum okkar menn til dáða.
ÁFRAM HAUKAR!!