Þá er síðari leik dagsins lokið. Strákarnir töpuðu fyrir Akureyringum og eru enn í slæmum málum í deildinni. Strákarnir voru yfir allan leikinn eða þar til undir lok leiksins að Akureyringar loksins komust yfir og sigruðu að lokum 26-27. Markahæstur hjá strákunum var Guðmundur Pedersen með 8 mörk og hjá Akureyringum var það Goran Gucis með 6 mörk.
Næsti leikur hjá strákunum er 1. apríl á móti Fylki. Það verður fjögurra stiga leikur og nauðsynlegt að allir Haukamenn mæta í Fylkishöll 1. apríl!!!