Strákarnir í U liðinu léku í kvöld gegn FH í 1. deildinni. Strákarnir okkar spiluðu mun betur en FHingarnar og höfðu forystu mest allan leikinn. Strákarnir leiddu með 1-3 mörkum þar til í stöðunni 20-20. Þá voru innan við 10 mínútur eftir af leiknum og hrundi spilamennska okkar stráka gjörsamlega. Síðasta kafla leiksins töpuðu þeir 9-3 og lokatölur urðu 23-29.
Næsti leikur U liðsins er á föstudaginn, 23. mars, þegar þeir taka á móti Hetti á Ásvöllum.