Á sunnudag, 18. febrúar, er langur dagur hjá okkur Haukafólki. Þá verða leiknir þrír leikir á Ásvöllum.
Veislan byrjar klukkan 14:00 þegar U liðið tekur á móti ÍBV í 1. deild karla. Klukkan 16:00 leikur svo meistaraflokkur karla gegn HK og stelpurnar enda svo daginn klukkan 18:00 með því að leika gegn Gróttu.
Fjölmennum á Ásvelli og hvetjum okkar lið. Betur má ef duga skal!!