Ballið hefst að nýju!!

Á miðvikudaginn hefst alvaran hjá meistaraflokkunum aftur eftir langa pásu. Þá taka stelpurnar okkar á móti HK á Ásvöllum klukkan 20:00. Mætum á leikinn og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.

Nú hefst lokahnykkurinn á keppnistímabilinu. Í vetur hafa áhorfendur ekki verið margir á leikjum liðanna okkar. Nú er kominn tími til að fjölmenna á Ásvelli því stuðningsmennirnir eru 8. leikmaðurinn á vellinum.

Stelpurnar okkar eru í 4. sæti í deildinni með 16 stig, 4 stigum á eftir Stjörnustelpum sem eru í efsta sæti. Stelpurnar okkar hafa leikið 12 leiki, Valur sem er í 2. sæti hefur leikið 11 leiki, Grótta og Haukar sem eru í 3. og 4. sæti hafa leikið 13 leiki. Það verður því á brattan að sækja í 11 leikjum sem eftir eru hjá stelpunum. Þær þurfa því stuðning 8. leikmannsins.

Strákarnir okkar í úrvalsdeildarliðinu eru í 5. sæti með 11. stig, 4 stigum frá ÍR sem er í fallsæti og 5 stigum frá Val sem er í 1. sætinu. Öll liðin hafa leikið 11 leiki. Strákarnir eiga eftir 10 leiki. Þeir byrja aftur á laugardaginn í Ásgarði gegn Stjörnunni klukkan 18:00. Þeir þurfa því eins og stelpurnar stuðning 8. leikmannsins.

Strákarnir í U liðinu eru 7. sæti 1. deildar. 8 stigum á undan Hetti sem er í 8. og neðsta sætinu og 14 stigum á eftir toppliði UMFA. Haukar, FH og Grótta hafa leikið 12 leiki, ÍBV 13 leiki og önnur lið 11 leiki. Það eru eftir 9 leikir eftir hjá þeim. Eins og hin liðin þurfa þeir stuðning 8. leikmannsins.

ÁFRAM HAUKAR!!!