Haukar U – Víkingur/Fjölnir

Í kvöld fór fram leikur Hauka U og Víkings/Fjölnis í 1. deild karla. Strákarnir okkar skoruðu fyrsta markið og voru með forystu þar til í stöðunni 6-6. Víkings/Fjölnismenn komust yfir 7-6 og juku muninn jafnt og þétt. Í hálfleik var staðan 14-17.

Í síðari hálfleik hélt leikurinn að þróast alveg eins og í fyrri hálfleik. Okkar strákar náðu að minnka muninn í 1 mark í stöðunni 25-26 en Víkingur/Fjölnir vann að lokum 28-31.

Þórður Guðmundsson var markahæstur í liði Hauka með 9 mörk. Vigfús Gunnarsson skoraði 8 mörk, Styrmir Gunnarsson og Jónatan Jónsson 2 og Pétur Pálsson, Jóhann Jónsson, Orri Sturluson og Vignir Jónsson skoruðu 1 mark hver.

Sverrir Hermannsson skoraði 9 mörk fyrir Víking/Fjölni, Brynjar Hreggviðsson 7, Sveinn Þorgeirsson 6, Sæþór Fannberg 5 og Pálmar Sigurjónsson og Brynjar Loftsson tvö mörk hvor.

Í marki Hauka lék Finnbogi Árnason allan leikinn og varði 13 skot. Aron Rafn Eðvarðsson kom inná í þremur vítum og varði þau öll.

Í marki Víkings/Fjölnis var Jón Árni Traustason og varði hann 17 skot.

Næsti leikur á Ásvöllum er 7. febrúar þegar stelpurnar taka á móti HK.