Strákarnir í U liðinu léku gegn grönnum okkar úr FH í gærkvöldi. Strákarnir okkar komu einbeittir til leiks og var það ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu ekki að láta grannana valta yfir sig. Liðin skiptust á að hafa forystu allan fyrri hálfleikinn. Í síðari hálfleik var sama saman uppi á teningnum, liðini skiptust á að vera yfir. FH ingar höfðu undir lokin forystu, yfirleitt með tveimur mörkum. Haukastrákarnir náðu að jafna þegar um tvær mínútur voru eftir. Þeim mistókst að komast yfir en FH ingar nýttu sér það og komust yfir 23-22. Haukastrákar fóru í sókn og innan við mínúta eftir. Þeim tókst ekki að nýta sér það og töpuðu 23-22. Strákarnir eru í 7. sæti með 6 stig eftir 10 leiki. Næsti leikur U liðsins er á Egilsstöðum gegn Hetti 13. janúar.