Haukamenn í útlöndum í beinni

Sjónvarpstöðin Sýn hefur tryggt sér sjónvarsrétt á leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þar með verður hægt að fylgjast með leikjum liða Haukastrákanna sem spila í þýsku deildinni.

Fyrsti leikurinn sem sýndur verður á Sýn verður leikur Flensburg og Kiel en þjálfari Flensburg er einmitt okkar fyrrverandi þjálfari Viggó Sigurðsson.

Eftirfarandi eru leikmenn sem leikið hafa með Haukum sem spila nú með liðum í Þýskalandi:
Einar Örn Jónsson   –    Minden
Ásgeir Örn Hallgrímsson – Lemgo
Þórir Ólafsson – Lubecke
Birkir Ívar Guðmundsson – Lubecke
Gylfi Gylfason – Wilhelmshavener
Þess má til gamans geta að allir þessir leikmenn fóru beint frá Haukum og út í atvinnumennsku.

Alls leika 13 íslenskir leikmenn í Þýskalandi, þar af 5 sem leikið hafa með Haukum.