Í gær fór fram leikur FH og Hauka í 8 liða úrslitum SS bikarsins í meistaraflokki karla. Leikurinn fór fram í Kaplakrika og var öllum áhorfendum boðið á leikinn af Alcan á Íslandi.
Leikurinn byrjaði jafnt, FHingar skoruðu fyrsta markið og staðan var jöfn þar til í stöðunni 5-5. Þá náðu okkar strákar þriggja marka forskoti og héldu forystu allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 10-15.
Í síðari hálfleik byrjuðu FHingar aftur vel. Þeir náðu að minnka muninn í 20-23. Þá spýttu okkar strákar í lófana og juku muninn aftur. Lokatölur urðu svo 38-33.
Strákarnir okkar eru því komnir í undanúrslit SS bikarsins. Þeir voru síðasta liðið til að tryggja sig áfram en hin liðin sem komin eru í undanúrslit eru Stjarnan, sem sigraði ÍBV, FRAM, sem sigraði Akureyri, og ÍR, sem sigraði Hauka U. Dregið verður í undanúrslit 18. janúar.
ÁFRAM HAUKAR!!