Fyrstu sigurvegar mótsins

Nú eru 1. og 2. deild C liða búnar. Í 1. deild sigraði ÍR 1 með 8 stig, Grótta 2 í 2. sæti með 4 stig, HK Digranes hafnaði í 3. sæti með 3 stig, HK Kársnes hafnaði í 4. sæti með 2 stig og Grótta 1 hafnaði í 5. sæti með 1 stig. Í 2. deild sigraði Fylkir með 8 stig, Haukar 1 höfnuðu í 2. sæti með 6 stig, Fram í 3. sæti með 4 stig, Haukar 2 í 4. sæti með 2 stig og ÍR 2 í 5. sæti með 0 stig. Síðasti leikur deildarinnar var einmitt leikur Fylkis og Hauka og var það úrslitaleikur deildarinnar. Fylkir sigraði þann leik. 2. deild A liða hófst í morgun. Eins og staðan er núna er Grótta og ÍR efst með 4 stig, HK og Víkingur með 2 stig og UMFA og Haukar með 1 stig. Nú eru í gangi 1. deild A liða og 2. deild B liða á Ásvöllum og klukkan 13:00 hefst 1. deild B liða á Strandgötu.