Haukar – Stjarnan mfl. kk

Í kvöld fór fram leikur Hauka og Stjörnunnar í DHL deild karla.

Leikurinn byrjaði vel og var jafn á öllum tölum. Hvorugt liðið komst í meira en eins marks forystu þar til Stjarnan náði stöðunni 13-15 rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik voru 13-16 Stjörnunni í vil.

Í byrjun síðari hálfleiks kom skelfilegur kafli okkar stráka. Stjarnan breytti stöðunni úr 13-13 í 16-23 í lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks. Okkar strákar náðu að minnka forystuna niður í 25-29 og svo 28-31. Þá gaf Stjarnan í og sigraði að lokum 29-33.

Markahæstur í liði Hauka var Andri Stefan með 7 mörk. Markahæstur í liði Stjörnunnar var Tite Kalandaze með 11 mörk.
Magnús Sigmundsson varði 15 skot í marki Haukamann og Roland Valur Eradze varði 18 skot í marki Stjörnunnar.

Eftir leikinn eru strákarnir okkar í 5.sæti eftir 5 leiki með 4 stig. Stjarnan komst í 4. sætið með sigrinum, með jafnmörg stig og við en betur í innbirgðis viðureign.

Næsti leikur strákanna er í Paris á laugardag þegar þeir mæta Paris Handball. Næsti leikur hér heima verður 8.nóvember gegn liði HK í Digranesi.