Í gær fór fram leikur UMFA og Hauka U í Mosfellsbæ. Strákarnir okkar byrjuðu mjög vel. Þeir voru skrefinu á undan fyrstu 10 mínúturnar en þá náðu UMFA forystunni. Strákarnir misstu þó Mosfellinga aldrei of langt frá sér og staðan í hálfleik 13-9 UMFA í vil.
Svo virtist vera að strákarnir okkar hafi bara ekkert mætt til síðari hálfleiks. UMFA skoraði fyrstu 6 mörkin í fyrri hálfleik og fyrsta mark okkar stráka kom eftir um 15 mínútna leik. Munurinn fór því hratt úr 4 mörkum í 10 mörk. Strákarnir skoruðu aðeins 6 mörk í síðari hálfleik og að lokatölur urðu svo 29-15 UMFA í vil.
Strákarnir okkar léku góða vörn í fyrri hálfleik. Sóknin var stundum frekar vandræðaleg en í heildina var fyrri hálfleikurinn alveg þokkalegur. En síðari hálfleikurinn var ekki góður.
Næsti leikur hjá strákunum verður svo sunnudaginn 13.október. Þá taka strákarnir á móti Hetti.