Í kvöld fer fram hinn árlegi leikur um meistara meistaranna í meistaraflokki kvenna. Í þessum leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Í fyrra urðu stelpurnar okkar, eins og við öll munum, bikarmeistarar eftir góðan sigur á Stjörnustúlkum í úrslitaleiknum. ÍBV sigraði svo barrátuna við Val um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn fer fram á heimavelli Íslandsmeistaranna og því er það hlutverk okkar stelpna að fara til Vestmannaeyja í kvöld og leika leikinn. Leikurinn hefst klukkan 19 og munum við senda stelpunum okkar sterka strauma til Eyja og vonum að þær landi þar fyrsta bikari vetrarins.
ÁFRAM HAUKAR!