Yngri flokka þjálfarar í handknattleik óskast
Handknattleiksdeild Hauka auglýsir störf þjálfara yngri flokka til umsóknar, fyrir veturinn 2006-2007.
Umsækjendur sendi umsókn á unglingarad@haukar.is, fyrir 17. júní 2006.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Við þjálfun yngri flokka hjá Haukum er farið eftir kennsluskrá sem Haukar létu útbúa fyrir sig árið 2000 og hefur HSÍ tekið upp þessa sömu kennsluskrá og gert að sinni.
Allt starf yngri flokka (frá 5. ára 21 árs, 8.fl-2 fl.ka) er í umsjón unglingaráðs Hauka.
Flokkarnir sem auglýst er eftir þjálfurum fyrir eru:
8. flokkur kvenna og karla (5-7 ára börn árg. 2001-1999): Æfa saman 2×1 klst, önnur æfingin virka daga og hin um helgi. Þessi flokkur tekur þátt í einu móti á vegum HSÍ. Mikilvægt að viðkomandi umsækjendur séu með uppeldismenntun, íþrótta- grunnskóla- eða leikskólakennara menntun. Ráðnir verða a.m.k. tveir aðalþjálfarar, auk þess mun handknattleiksdeild Hauka leggja til aðstoðarmenn á aldrinum 14-18 ára, eins og þörf er á. Markmið flokksins er að kynna handbolta í gengum handboltatengda leiki og auka almennan hreyfiþroska. Lögð er áhersla góða hegðun og gleði og ánægju í leik. Æfingar fara fram á Ásvöllum.
7. flokkur kvenna og karla (árg 1998-1997): Æfir hvor um sig 3×1 klst á viku og tekur þátt í 3 fjölliðamótum auk árlegs Kiwanismóts, sem haldið er í samvinnu Hauka og Kiwanisklubbsins Elborgar. Ráðinn verður einn aðalþjáfari fyrir hvorn flokkinn. Auk þess leggja Haukar til aðstoðarmann/menn á aldrinum 16-20 ára, eftir því sem fjöldi iðkenda kallar á.
Markmið í þjálfun flokksins er að kenna börnunum helstu grunnatriði í handbolta og stuðla að auknum hreyfiþroska. Engin áhersla er á keppni, einungis ánægju og að börnin leggi sig fram sem einstaklingar og þátttakendur í hóp.
6. flokkur kvenna og karla (árg 1995-1996): Æfir hvor um sig 2×1 klst og 1×1,5-2 klst á viku. Liðin taka þátt í 5 fjölliðamótum HSÍ og er eitt þeirra út á landi. Ráðinn verður einn aðalþjáfari fyrir hvorn flokkinn. Auk þess leggja Haukar til aðstoðarmann/menn á aldrinum 16-20 ára, eftir því sem fjöldi iðkenda kallar á.
Markmið í þjálfun flokksins er að kenna börnunum grunnartriði í handbolta og spili, og auka vald þeirra á íþróttinni. Einnig að leggja inn reglur handboltans. Áhersla í keppni er að allir fái að njóta sýn í skemmtilegum leik.
Unglingaráð handknattleiksdeildar Hauka.