Haukadagurinn 6. maí

OPIÐ HÚS Á ÁSVÖLLUM – HAUKAR 75 ára

Laugardaginn 6. maí verður opið hús á Ásvöllum er Haukar bjóða öllum Hafnfirðingum og sérstaklega íbúum hins nýja Vallahverfis að njóta skemmtidagskrár sem þó er einkum ætluð yngri kynslóðinni. Deildir félagsins munu kynna starfsemi sína og góðar veitingar verða í boði fyrir alla.

Dagskrá dagsins verður þannig í aðalatriðum:

 kl. 11 opnar húsið
 Veltibíllinn verður á staðnum frá kl. 11-12:30
 Skák og mát á 2. hæð
 Þrautabraut fyrir alla
 Björgvin Franz skemmtir kl. 13
 Kl. 14 leikur Haukabandið nokkur lög
 Kl. 14 fótbolti á gervigrasi – Haukar – Ægir í 5. fl. kv.
 Veitingar allan daginn
 Dagskrá lýkur kl. 15

Deildir félagsins kynna starfsemi sína og allir geta reynt sig í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Fjölskyldan saman – voða gaman !

Knattspyrnufélagið Haukar býður alla velkomna á Haukadaginn 6. maí