Strákarnir hrisstu sig saman og unnu mjög sannfærandi sigur 39-28 á KA á Ásvöllum í kvöld.
Haukar skoruðu fyrsta markið, KA jafnaði 1-1, Haukar áttu næstu tvö og héldu síðan forystunni það sem eftir var leiks. Í hálfleik var staðan 20-13 og í síðari hálfleik héldu strákarnir okkar áfram og unnu glæsilegan ellefu marka sigur .