Haukar-Fram mfl.kvenna

Allan neista vantaði í spilamennskuna hjá stelpunum okkar í dag er þær unnu Fram 31-30 á Ásvöllum í dag. Stigin tvö voru frábær en ekki er hægt að segja það sama um leikinn hjá þeim, þær áttu skelfilega dapran dag og miðað við spilamennskuna voru þær heppnar að ná stigunum.

Fram byrjaði betur og skoraði fyrstu fjögur mörkin. Haukar jöfnuðu í 7-7 og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum og var staðan 16-16 í leikhléi. Haukar gerðu fyrsta mark síðari hálfleiks og héldu 2-3ja marka forskoti þar til Fram jafnaði 24-24. Síðan var jafnt í 27-27, Haukar skorðu næstu tvö 29-27 og heldu forskotinu til leiksloka 31-30.