Evrópukeppni kvenna

Kvennalið Hauka er að taka þátt í Evrópukeppninni í Handbolta í fyrsta sinn og hefur staðið sig mjög vel það sem af er.

Haukar taka nú á móti Króatíska liðinu RK Podravka Vegeta á Ásvöllum.

Podravka sem urðu Evrópumeistarar 1996 er eitt allra sterkasta kvennalið Króatíu og unnu Króatísku deildina frá 1993 – 2003 og bikarinn 1993 – 2004.
Liðið lék til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra enn tapaði fyrir Larvik frá Noregi.

Í ár lék liðið í forkeppni Meistaradeildarinnar og komust þær í 2 umferð en töpuðu þar fyrir Viborg frá Danmörku.

Með góðan stuðning og leik gætu okkar stúlkur veitt þessu liði frá Króatíu harða keppni.

Haukar taka á móti Króatíska liðinu RK Podravka Vegeta á Ásvöllum og fyrri leikur sem er heimaleikur Hauka er laugardaginn 7. janúar kl. 16:15 og seinni leikurinn sunnudaginn 8. janúar kl. 17:00.

Hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.

Hkd. Hauka