Haukar-HK mfl.karla

Strákarnir okkar kláruðu árið með sigri á HK 32-24 í síðasta leik ársins.

Okkar menn voru ekki að spila vel í fyrri hálfleik . Jafnræði var með liðunum en Haukar þó yfirleitt með frumkvæðið og í hálfleik var staðan 13-12. Í seinni hálfleik tóku þeir sig á og tóku strax góða rispu. Vörnin small, menn fórnuðu sér og boltinn fékk að fljóta í sókninni. Þetta skilaði góðu forskoti sem Haukar létu ekki af hendi og unnu öruggan sigur 32-24.

Frábært að fara í jólafríið með glæsilegum sigri.