Haukadagur á Ásvöllum

Við hvetjum alla til að mæta á Haukadaginn á Ásvöllum laugardaginn 17. september.
Dagskráin er eftirfarandi:

Kl. 11:00-12:30 Haukar í horni, aðrir velunnarar og meistaraflokkarnir snæða saman morgunsnarl og spá í verkefni vetrarins.

Kl. 12:30-14:00 Kynning á starfi yngriflokkanna. Unglingaráð og þjálfarar kynna vetrarstarf yngriflokka.

Þá er komið að leikjum um Meistara meistaranna. Leikirnir eru á vegum HSÍ og rennur allur aðgangseyrir til góðgerðarmála. Grunnskólanemar frá frítt á leikina.

Kl. 14:15 Haukar – Stjarnan mfl.kvenna.
Kl. 16:15 Haukar – ÍR mfl. karla.

Einnig er hægt að skoða pdf skjal um daginn hér.