EVRÓ; H.C. Bercham-Haukar , 2.leiku

Strákarnir okkar unnu seinni leikinn við H.C. Bercham með 10 mörkum 33-23 í Lúxemborg í kvöld. Glæsilegt það.
Þá er ljóst að þeir eru komnir í Meistaradeildina og eru þar í C riðli með Arhus GF frá Danmörku, RK Gorenje Velenje frá Slóveníu. og Torggler Group Meran frá Ítalíu.

Leikjaplanið er eftirfarandi:

1/2 okt. Heima gegn Arhus GF
8/9 okt. Úti gegn RK Gorenje Velenje
15/16 okt. Heima gegn Torggler Group Meran
22/23 okt. Heima gegn RK Gorenje Velenje
5/6 nov. Úti gegn Arhus GF
12/13 nov. Úti gegn Torggler Group Meran