Stelpurnar völtuðu yfir gestina frá vestmannaeyjum og tryggðu sér deildarmeistara titilinn. Frétt mbl.is um leikinn verður látin nægja til að byrja með:
Kvennalið Hauka í handknattleik varð í dag deildameistari í 1. deild, DHL-deild, en Haukar lögðu ÍBV með 14 marka mun í úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar, 35:21. Valur lagði Stjörnuna á sama tíma í Garðabæ, 34:30 og FH vann Víking, 29:26. Haukar fengu 38 stig í deildinni en ÍBV 34.