Kiel – Haukar

Þannig fór um sjóferð þá, strákarnir byrjuðu vel á móti þýska liðinu Kiel en fljótlega varð ljóst hvert stefndi. Heimamenn hreinlega völtuðu yfir strákana okkar sem áttu ekki góðan dag. Staðan í hálfleik var 21-9 og endaði leikurinn 39-23. Ekki tölur sem við eigum að venjast en þá verðum við bara að endurheimta stigið sem við eigum inni í Svíþjóð og helst meira en það og vona að þjóðverjarnir taki eins á frökkunum í síðustu umferðinni.

Ekki varð af beinni útsendingu af leiknum eins og vonir stóðu til þar sem þýsk sjónvarpsstöð sem átti að sjá um útsendinguna hætti við sýna leikinn hjá sér.