Nú er hluti af Haukurum farinn til Danaveldis og von er á fleirum á morgun ásamt strákunum okkar. Þaðan fer hópurinn svo til Þýskalands þar sem stefnt er á einn erfiðasta heimavöll heims. Við þekkjum þá tilfinningu og ætla strákarnir að standa sig.
Leikurinn við Kiel er á sunnudaginn eða kl. 14:00 að íslenskum tíma. Við Haukar ætlum að hittast á Ásvöllum og horfa á leikinn saman og hafa gaman. Mætum öll og hvetjum strákana okkar í gegnum sjónvarpið og sendum baráttustrauma yfir hafið.
Svo þegar stórleikurinn hjá strákunum er búinn er ekki langt í að stelpurnar eigi stórleik en þær fá eyjastúlkur í heimsókn kl. 16:30. Auðvitað mæta allir á þann leik og halda áfram fjörinu.
Kiel-Haukar á Sýn á Ásvöllum kl. 14:00 og strax á eftir Haukar-ÍBV kl.16:30 á sunnudag.
Áfram Haukar.