Stjarnan – Haukar mfl.karla

Haukarnir lögðu leið sína í Garðabæinn í kvöld og áttu heldur betur góðan dag og hreinlega völtuðu yfir heimamenn og komust í 13-1 og staðan í hálfleik var 25-6, hreint ótrúlegar tölur. Endaði leikurinn með 26 marka sigri okkar manna eða 46-20. Allir fengu að spila og var þessi sigur góður fyrir komandi lokaátök, því næst er það Fram og síðan ÍR og KA. Markahæstur var Jón Karl með 11 mörk. Valur og ÍR töpuðu sínum leikjum þannig að við eigum ennþá góða möguleika á titlinum. Það er ljóst að spennan verður mikil á þessum lokaspretti.

Valur á eftir ÍR, KA og HK
KA á eftir HK, Val og Hauka
ÍR á eftir Val, Hauka og Stjörnuna
Fram á eftir Hauka, Stjörnuna og Gróttu/KR

Nú verða allir að mæta þessa þrjá leiki og sýna strákunum stuðning.