Haukar-Stjarnan 4-liða úrslit kvenn

Glæsilegur 23-16 sigur hjá stelpunum á Stjörnunni á Ásvöllum í kvöld. Gestirnir náðu að jafna 1-1 og 2-2 en síðan tóku stelpurnar okkar forystuna og leiddu allan leikinn., 6-2, 8-4 og í hálfleik var staðan 12-6. Seinni hálfleikur var á sömu lund, aldrei spurning um sigur. Í stöðunni 20-15 komu þær ungu inná og voru öryggið uppmálað og juku forskotið. Nína var markahæst með 8 mörk, mörg hver algjört dúndur.

Frábær sigur og nú er bara að fjölmenna í Garðabæinn á laugardag og hvetja stelpurnar áfram.