GróttaKR-Haukar 8-liða úrslit kvenn

Það virtist ætla að vera erfið fæðing á Nesinu í kvöld þegar stelpurnar okkar unnu GróttuKR 20-26 í öðrum leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Þær byrjuðu betur og skoruðu tvö fyrstu mörkin en heimamenn jöfnuðu í 2-2. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skiptust liðin á að hafa forystu, en rétt fyrir hlé náðu okkar stelpur 2ja marka forskoti 10-12. Seinni hálfleikur byrjaði svipað, jafnt 13-13 en eftir það höfðu Haukastelpurnar yfirhöndina en voru þó lengi að hrista heimamenn af sér. Það hafðist í seinni hluta hálfleiksins og frábær sigur í höfn.