Taflfélagið Hellir vann nokkuð öruggan sigur á Skákdeild Hauka í lokaviðureign 2. umferðar (8 liða úrslita) Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór í kvöld í Hellisheimilinu. Úrslitin urðu 45-27 Hellismönnum í vil en staðan í hálfleik var 22,5-13,5. Sigurbjörn Björnsson var bestur Hellisbúa en Henrik Danielsen var bestur Hauka. Haukamenn byrjuðu vel og unnu fyrstu umferðina 4-2. Hellismenn náðu hins vegar forystunni í þriðju umferð og héldu henni til loka.
Á morgun verður dregið hvaða lið lenda saman í undanúrslitum sem á að vera lokið í sl. 10. september.
Einstaklingsúrslit:
Taflfélagið Hellir:
- Sigurbjörn Björnsson 9 v. af 12
- Magnús Örn Úlfarsson 8 v. af 12
- Ingvar Þór Jóhannesson 7,5 v. af 12
- Hjörvar Steinn Grétarsson 7,5 v. af 12
- Bragi Halldórsson 6 v. af 12
- Davíð Ólafsson 4,5 v. af6
- Gunnar Björnsson 2,5 v.6
Skákdeild Hauka:
- Henrik Danielsen 7,5 v. af 12
- Þorvarður F. Ólafsson 6 v. af 12
- Heimir Ásgeirsson 5 v. af 12
- Ágúst Sindri Karlsson 4,5 v. af 9
- Sverrir Þorgeirsson 2 v. af 12
- Árni Þorvalsson 1 v. af 6
- Jorge Fonseca 1 v. af 6
- Ingi Tandri Traustason 0 v. af 3
Önnur umferð (átta liða úrslit):
- Skákdeild KR – Taflfélag Bolungarvíkur 29-43
- Skákdeild Fjölnis – Taflfélag Reykjavíkur 23-49
- Taflfélag Garðabæjar – Skákfélag Akureyrar 34½-37½
- Taflfélagið Hellir – Skákdeild Hauka 45-27