Starfsemi skákdeildar

Haukar

Deildin hefur skákæfingar fyrir fullorðna á veturna frá kl. 19.30 á þriðjudagskvöldum. 

Æfingarnar eru staðsettar í félagsaðstöðunni á Ásvöllum og eru allir velkomnir á æfingar. Þær eru ókeypis.

Félagið rekur einnig unglingastarf og eru æfingar einu sinni í viku einnig á þriðjudögum frá kl. 17:00.  Ef þátttaka er mikil er hópnum skipt í annars vegar byrjendur og yngri iðkendur og hins vegar eldri krakkar.  

Þjálfari er Páll Sigurðsson s. 860-3120, pall_sigurdsson@hotmail.com

Skákdeild Hauka tekur fullan þátt í starfi skákhreyfingarinnar í landinu og heldur úti mörgum sveitum í Íslandsmóti skákfélaga.  Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfi deildarinnar endilega hafið þá samband.