Árgangamót í körfubolta

Árgangamót Hauka í körfubolta verður haldið 10. janúar næstkomandi með glans og er skráning í fullum gangi á korfubolti.is.

Við erum dottnir í 15 árið sem við höldum árgangamót körfuknattleiksdeildar Hauka sem verður alltaf stærra og stærra. Síðustu tvö ár hafa slegið öll aðsóknarmet í mat og mót og um að gera að halda því þannig.

Við hvetjum alla til að smala saman gömlum félögum og hittast yfir mat og drykk. Þeir sem enn hafa skrokk til að spila bolta keppa svo fyrr um daginn um Árgangamótsbikarinn.

Við höfum breytt aðeins um gír sem mælst hefur vel fyrir og munum halda því áfram. Breytingin er sú að nú spilum við mótið í þremur deildum:
Young blood – ’96-’84
Pro – ’83-’76
Senior generation – ’75 og fyrr.

Eftir mótið er matur og verðlaunaafhending í veislusal Hauka á Ásvöllum. Maturinn verður ekki af verri endanum og mun Steini reiða fram þvílíka veislu sem auglýst verður þegar nær dregur.

Smalið í lið og mætið ferskir hvort sem er í mót og mat eða bara í matinn. Árgangamótsnefndin hefur staðið í ströngu til að sníða mótið að öllum þeim sem ást hafa á körfuknattleik sem og þeim sem búnir eru með brjósklosaðgerðir og hnjáliðaskipti.

Þetta er því kjörið tækifæri til að hitta gamla liðsfélaga hvort sem það er inn á vellinum eða í steikinni hans Steina eftir á.