Takk fyrir okkur – Bleikum október lokið!

Í október spiluðum við í bleikum búningum til að styðja við átakið Bleikur október og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings í baráttunni gegn krabbameini. Við fundum vel fyrir samhug og stuðningi – og það gleður okkur að segja frá því að allir bleiku bolirnir seldust upp! Við hefðum sannarlega getað selt miklu fleiri, svo mikill var áhuginn 💗

Af hverjum bol rann 1000kr til Krabbameinsfélagsins – og við erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til góðs málefnis.

Við þökkum ykkur öllum sem tóku þátt, klæddust bleiku, keyptu boli og sýndu málefninu stuðning. Samstaðan skiptir máli – og saman sendum við skýr skilaboð.

#BleikaSlaufan #FélagiðMitt