Unglingaflokkur kvenna og drengjaflokkur spila til úrslita um Íslandsmeistartitil um helgina.

HaukarBikarmeistariUnglingaflFyrri úrslitahelgi KKÍ fer fram um helgina í Dalhúsum, Grafarvogi um helgina, þann 5 – 7 maí.

Haukar eiga tvö lið sem keppa þessa helgi, unglingaflokk kvenna og drengjaflokk. Drengjaflokkur mun spila í undanúrslitum á móti ÍR í kvöld, föstudaginn 5 maí, kl. 20:00 og unglingaflokkur kvenna mun spila við Njarðvík kl. 19:00. Unglingaflokkur kvenna er núverandi bikarmeistari og vann þær glæsilegan sigur á Keflavík í úrslitaleik.

Úrslit verða svo á sunnudag, en drengjaflokkur spilar kl. 14:00 og unlingaflokkur kvenna kl. 16:15.

Síðari úrslitahelgin verður svo eftir viku, þann 12 – 14 maí á Flúðum, en þar eigum við einnig tvö lið sem munu spila til úrslita, unglingaflokk karla og 10. flokk stúlkna. Nánar um það er nær dregur.

Við hvetjum Haukafólk til að taka rúntinn í Grafarvoginn og hvetja okkar lið áfram í átt að Íslandsmeistaratitli.

Áfram Haukar.