Haukar taka á móti Keflvíkingum í Schenkerhöllinni föstudaginn 25. nóvember kl. 19:15.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en bæði lið töpuðu síðasta leik sínum. Enn og aftur hentu Haukarnir frá sér góðri stöðu og nú síðast í Ljónagryfjunni. Haukarnir voru 8 stigum yfir er um 6 min. voru eftir af síðasta leikhluta og með boltann, en þá töpuðust 7 boltar í röð og Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni og kláruðu leikinn.
Haukastrákarnir þurfa að standa saman og ná að klára leikina. Haukarnir hafa verið að spila ágætlega en misst móðinn á loka mínútum. Nú þurfa menn að mæta klárir og berjast allan leikinn og vera skynsamir í lokin.
Við hvetjum Haukafólk til að mæta á leikinn og vera með góðan stuðning á pöllunum. Með sigri geta Haukarnir lyft sér verulega upp töfluna og komist yfir Keflvíkinga.
Mætum snemma og fáum okkur börger fyrir leik.
Áfram Haukar.