Þeir Leonharð Þorgeir Harðarson, Einar Pétur Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson, Tjörvi Þorgeirsson og Heimir Óli Heimisson hafa allir skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.
Einar Pétur og Tjörvi hafa verið lykilmenn liðsins síðustu ár en Heimir Óli kom tilbaka frá Svíþjóð í fyrra eftir að hafa leikið með GUIF í nokkur ár. Þessir leikmenn hafa allir leikið mjög vel á tímabilinu og eru það mjög ánægjulegar fréttir að þeir hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.
Grétar og Leonharð eru tveir af efnilegustu leikmönnum Íslands í dag og eru þeir báðir í U20 ára landsliðinu. Grétar spilaði stórt hlutverk hjá U19 ára landsliðinu sem náði bronsverðlaunum á HM í sumar en Leonarð meiddist í undirbúningnum og missti af keppninni. Þeir hafa báðir staðið sig vel í vetur og það er ljóst að þessir tveir drengir eiga eftir að spila stórt hlutverk hjá liðinu næstu árin.