Green Diamond Harðkornadekk

Green DiamondBarna og unglingaráð knattspyrnudeildar Hauka hefur samið við Harðkornadekk ehf. sem er söluaðili Green Diamond Harðkornadekkja.  Green Diamond Harðkornadekk voru þróuð í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg um síðustu aldamót og byggja því á íslensku hugviti og er íslenskt einkaleyfi á bak við framleiðsluna. Starfshópur á vegum Samgönguráðs ályktaði í sept. 2009 að unnið skyldi að því með öllum úrræðum að Green Diamond Harðkornadekk kæmu í stað nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Eftir nokkurra ára hlé þá eru Green Diamond Harðkornadekkin aftur fáanleg á Íslandi.  Það segir allt um gæði og öryggi dekkjanna að á fáum árum má nefna fjölmörg fyrirtæki og sveitarfélög sen nota nær eingöngu Green Diamond Harðkornadekk.  Nokkur dæmi um stórnotendur eru: Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Ístak, Vélamiðstöðin, Isavia, Öryggismiðstöðin, BYGG og Kaffitár.  Nánari upplýsingar má finna um Green Diamond dekkin á heimasíðu félagsins; www.hardkornadekk.is

 

Samningurinn felur í sér að að þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem að kaupa dekkin í gegnum Hauka fá 10 % afslátt og 15 % af söluvirði af hverju dekki rennur til barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Hauka. Haukar vænta góðs af samstarfinu og eru stoltir að geta kynnt fyrir félagsmönnum sínum Green Diamond Harðkornadekk og þannig fækkað nagladekkjum sem hvort tveggja stuðlar að minna svifryki og fer betur með gatnakerfið, heilsu- og umhverfisáhrifin eru því ótvíræð.

 

Dekkin eru pöntuð í síma 611-7799(Kristinn) eða með tölupósti á panta@hardkornadekk.is og taka þarf fram að þetta sé í gegnum Hauka.  Dekkin eru afhent í Dekkjahúsinu Dalbrekku Kópavogi.