Haukar heimsækja Hólminn í kvöld og munu etja kappi við Snæfell í 32 liða úrslitum bikarsins.
Haukar unnu Snæfell í fyrstu umferð Dominos deildar nokkuð auðveldlega en það má búast við hörku leik í kvöld þar sem Snæfell spilar yfirleitt vel á heimavelli og hafa verið stígandi í þeirra leik, en þeir hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni og nú síðast góðan útisigur á móti Grindavík.
Haukarnir unnu mikilvægan og sterkan sigur á hinum sterka heimavelli Tindastóls sem ætti að gefa liðinu mikið sjálfstraust. Haukarnir spiluðu vel á móti Tindastól og voru gríðarlega öflugir í byrjun leiks, sem hefur vantað uppá í síðustu leikjum. Baráttan frábær í vörn og sóknin vel hreyfanleg. Strákarnir duttu aðeins niður undir miðbik annars leikhluta og í byrjun þess þriðja en sýndu karakter og baráttu í þeim fjórða og lönduðu sanngjörnum sigri.
Það má búast við hörku leik í kvöld, Snæfell er með sterkt byrjunarlið og hafa verið að styrkjast á bekknum á síðustu vikum og því verða Haukamenn að mæta vel tilbúnir til leiks, þar sem mikið er undir í þessum leik.