Alexandra Jóhannsdóttir valinn í U17 ára landslið KSÍ

alexandraAlexandra Jóhannsdóttir, leikmaður 3, 2 og mfl kvk,  hefur verið valin í landsliðsverkefni með U17 sem fer fram í Svartfjallalandi, en þetta er undan riðil fyrir evrópumeistaramótið.

Ísland leikur þrjá leiki í þessari undankeppni. Fyrst við heimamenn, Svartfellinga, 22 október,  svo við Færeyjar 24 okt og síðast við Finnland þann 27 október.

Alexandra er að taka þátt í þriðja verkefninu með U17.  Þess má geta að Alexandra er aðeins 15 ára og er því með yngri leikmönnum  í hópnum. Alexandra er gríðalegt efni og hefur verið að spila einstaklega vel með yngri flokkum Hauka en búast má við að hún eigi eftir að spila stórt hlutverk í mfl. kvenna á næsta ári þrátt fyrir ungan aldur. Alexandra er að auki afreksíþróttamaður í handbolta en hún hefur líka verið í yngri landsliðum HSÍ og ljóst er að þarna er mikið íþróttaefni á ferðinni.

Haukar óska henni til hamingju með áfangan.