Meistaraflokkur karla í handbolta lék um helgina tvo leiki í EHF bikarnum er þeir mættu ítölsku meisturunum í SSV Bozen Loacker á Ítalíu. Haukar seldu heimaleikinn sinn og voru báðir leikirnir þar af leiðandi leiknir á Ítalíu um helgina.
Í fyrri leiknum sem var heimaleikur Ítalanna náðu Haukarmenn sér alls ekki á strik og var vörn og markvarsla ekki mikil auk þess sem að 6 víti fóru í súginn. Niðurstaðan varð 6 marka tap 30 – 24 eftir að hafa verið 17 – 14 undir í hálfleik en atkvæðamestir Haukamanna í leiknum voru þeir Einar Pétur og Elías Már með 5 mörk hvor og næstur var Adam Haukur með 4 mörk.
Það var því ljóst að það yrði á brattann að sækja í seinni leiknum eftir úrslitin í þeim fyrri og þar að auka meiddist Adam í fyrri leiknum og var hann ekki með í þeim seinni. Haukamenn byrjuðu seinn leikinn af krafti og ljóst var að þeir ætluðu að selja sig dýrt og náðu stax yfirhöndinni í leiknum og voru yfir í hálfleik 15 – 10 og vantaði Haukunum því lítið upp á til þess að komast yfir samanlagt í einvíginu. Ítalarnir náðu þó að halda í horfinu í þeim seinni og hélst 4 til 5 marka munur á liðinum.
Þegar um 15 sekúndur voru eftir voru Haukar með boltann og yfir í leiknum 25 – 20 og ljóst var að 6 marka sigur myndi duga Haukamönnum til þess að komast áfram sökum reglunnar um fleiri mörk skoruð á útivelli. Gunnar þjálfari tók þá leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins sem endaði með því að Haukamenn fengu vítakast um það leiki sem flautan gall og var því aðeins vítið eftir af leiknum. Einar Pétur fór á punktinn minnugur þess að 6 víti höfðu farið f0rgörðum í fyrri leiknum en Einar var ískaldur á punktinum og skoraði og 6 marka sigur Haukamman staðreynd og Haukar fara því áfam í næstu umferð á fleikir mörkum skoruðum á útivelli. Markahæðstir Haukamanna í leiknum voru eins og í fyrri leiknum þeir Einar Pétur með 7 mörk og Elías Már með 6.
Búið er að draga í næstu umferð og mæta Haukamenn makedónska liðinu HC Zomimak-M í tveimur leikjum í október en ekki er búið að hvort leikið verði heima og heiman eða hvort að báðir leikirnir verði leiknir hér eða þar.
Það er þó skammt stórra höggva á milli hjá Haukamönnum því strax á fimmtudag leika þeir gegn Val í deildinni en sá leikur er kl. 19.30 í Vodafonehöllinni og því um að gera fyrir Haukafólk að mæta og hvetja Haukamenn til sigur í þessum hörkuleik. Áfram Haukar!