Alexandra og Katrín valdar í U-17

Haukar logo fréttirÚlfar Hinriksson hefur valið þær Alexöndru Jóhannsdóttir og Katrínu Hönnu Hauksdóttir til æfinga með U-17 dagana 19-20 Sept 2015

Þess má geta að þær Alexandra og Katrín Hanna hafa verið reglulega í úrtakshópum hjá ksí og tekið einnig þátt í stórum verkefnum fyrir Íslands hönd.

Alexandra var í loka hóp Íslands sem spilaði á UEFA Móti í Færeyjum í apríl 2015 og einnig spilaði hún í Úrslitum Evrópumóts U-17 móts sem haldið var hér heima á Íslandi í Júní 2015.

Katrín Hanna Hauksdóttir hefur einnig verið í lokahóp og tók hún þátt í Opna Norðurlanda mótinu sem haldið var í Danmörku fyrr á þessu ári!

Það má glöggt sjá að efniviðurinn er frábær og hér eru á ferðinni tvær mjög efnilegar stelpur sem við eigum eftir að sjá meira af í framtíðinni fyrir Íslands hönd!

Þess má einnig geta að flokkurinn sem þær spila með hjá Haukum er nú komin í bikarúrslitaleik svo efniviðurinn er mikill hjá félaginu!