„Heimaleikur“ gegn BÍ/Bolungarvík í Kórnum 12. september kl. 13:00

Meistaraflokkur karla 2015

Meistaraflokkur karla 2015

Síðasti heimaleikur Hauka í sumar í 1. deild karla verður gegn gegn BÍ/Bolungarvík í Kórnum 12. september kl. 13:00. Ástæðan fyrir því að leikurinn er leikinn í Kórnum en ekki á Ásvöllum er sú að verið er skipta um gervigras sem verður mikill munur fyrir alla iðkendur knattspyrnudeildar félagsins þó vægt sé til orða tekið.

Haukar eru sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 32 stig, þremur stigum á eftir Þór Akureyri, en okkar strákar hafa leikið einum leik færra þar sem liðið á inni leik gegn Þrótti R. sem var frestað vegna verkefna Björgvins Stefánssonar með U21 landsliðinu. Leikurinn við Þrótt verður 15. september á Valbjarnarvellinum og hefst kl. 17:15.

Við hvetjum stuðningsfólk Hauka að mæta í Kórinn og hvetja strákana til sigurs gegn BÍ/Bolungarvík á laugardaginn kl. 13:00.

Áfram Haukar!