Víkingur – Haukar, í kvöld kl. 19:30 í Víkinni.

Heimir Óli með stuðningsmönnum eftir sigurinn 11. maí 2015Í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. sept, leikur meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í Olís deildinni þennan veturinn.

Mótherjinn í kvöld verða nýliðar Víkings en þeir komust upp í Olís deildinna eftir dramtíska umspilsrimmu gegn Fjölni en í spá fyrirliða og forráðamanna sem gefin var út í dag var liðinu spáð 10. sæti á meðan Haukamönnum var spáð 3. sæti.

Haukamenn mæta til leiks staðráðnir í að bæta upp fyrir tap gegn ÍBV í meistarakeppni HSÍ og vilja þeir því bæta upp fyrir það tap og vilja Haukamenn þar af auki taka með sér gott veganesti til Ítalíu þar sem Hauka mæta SSV Bozen Loacker í tveimur leikjum í 1. umferð í EHF Cup.

Leikurinn hefst kl. 19.30 í Víkinni og hvetjum við Haukafólk að fjölmenna og styðja Haukamenn til sigurs. Áfram Haukar!