Fjölmennur aðalfundur Öldungaráðs Hauka var haldinn í gær, 2. september, hér í Forsalnum. Í ræðu formanns, Jóns Kr. Jóhannessonar, kom m.a. fram að Öldungaráð Hauka hefur lagt til félagsins á undanförnum árum gjafir og styrki að upphæð kr. 900 þúsund.
Nýja stjórn Öldungaráðsins skipa: Jóhanna Axelsdóttir formaður og aðrir stjórnarmenn eru Ásdís Konráðsdóttir, Erna S. Mathiesen, Ragnar Árnason og Ragnheiður Sigurðardóttir.
Aðalstjórn bauð til kaffisamsætis að fundi loknum þar sem Jóhann Guðni Reynisson, ljóðskáld og rithöfundur, las meðal annars nokkur frumsamin ljóð.- Fráfarandi stjórn voru þökkuð góð störf og nýrri óskað heilla.