Haukar taka á móti liði Selfoss í 19. umferð 1. deildar karla á Ásvöllum á fimmtudaginn. Leikurinn hefst kl. 18:00.
Okkar strákar eru nú í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig eftir þrjá sigra í röð en Selfyssingar eru í 10. sæti með 17 stig. Það má því búast við hörku leik þar sem gestirnir eru í fallbaráttu á meðan okkar unga og efnilega lið er að berjast að komast í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar.
Fjölmennum á Ásvelli á fimmtudag og hvetjum Hauka til sigurs.
Áfram Haukar!