Mfl. kvenna í handknattleik kvenna á sterkt mót í Þýskalandi

Karen HelgaHauka stelpur lögðu af stað í dag í viku æfinga- og keppnisferð til Þýskalands.  Liðið mun dvelja í Ludwigsburg (rétt norður af Stuttgart) til æfinga og keppni.

Einnig munu Haukastelpur taka þátt í hinu sterka Lotto-Cup þar sem 24 lið frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Sviss, ásamt Haukum taka þátt.
Mótið er nú haldið í 24. sinn og er þetta í fyrsta skipti sem lið frá Íslandi tekur þátt í því.

Um er að ræða einskonar hraðmót þar sem hver leikur er 30 mínútur án hálfleiks og spilaðir allt að 5 leikir á dag.
Þessi ferð er liður í undirbúningi liðsins fyrir Olís deildina sem hefst um miðjan september.