Opið fyrir umsóknir í afrekssvið og afreksskóla Hauka

Afreksskóli 2014-15Kæru foreldrar og iðkendur

Hauka bjóða upp á metnaðarfullt afreksstarf sem samanstendur af Afreksskóla
Hauka, fyrir 8.-10. bekkinga, og svo Afrekssviði Hauka fyrir
bæði framhaldsskólanema og aðra metnaðarfulla íþróttamenn sem vilja meira.
Allir fæddir 2002 og eldri geta sótt um en fyrri umsóknarfrestur er til 30. júní. Ef ástæða þykir til þá verður opnað aftur fyrir umsóknir milli 1.-10. ágúst. Þann 15. ágúst fá umsækjendur svör við sinni umsókn og hefst námið í síðustu vikunni í ágúst. Að gefnu tilefni skal sérstaklega tekið fram hér að EKKI VERÐA TEKNIR INN NEMENDUR Í AFREKSSKÔLA HAUKA um jólin og því er eina tækifærið að sækja um núna í júní.

Kynnið ykkur vel allar upplýsingar sem eru að finna á skráningarsíðunni:
Sæktu um inn á Afrekslínu Hauka – HÉR