
Í karlaliðnu mun Ívar Ásgrímsson halda áfram sem aðal þjálfari liðsins og Emil Örn Sigurðarson mun einnig halda áfram sem aðstoðarþjálfari. Að auki mun Pétur Ingvarsson koma inní teymið, en Pétur sem er uppalinn Haukamaður, kemur hann með gríðarlega reynslu eftir að hafa verð aðal þjálfar í efstu deild í mörg ár.
Hjá meistaraflokki kvenna mun einnig verða þriggja manna þjálfarateymi þar sem Ingvar Guðjónsson og Andri Þór Kristinsson munu sjá um þjálfun en auk þess mun Helena Sverrisdóttir koma inn sem spilandi aðstoðarþjálfari. Ingvar er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins síðustu ár með einstaklega góðum árangri og var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna í fyrra. Andri Þór kemur nýr inn til félagsins en hann hefur þjálfað mfl. Breiðabliks síðustu ár og hefur þar náð góðum árangri og byggt upp öflugt kvennastarf þar. Haukar bjóða Andra velkominn til starfa
Helena Sverrisdóttir skrifaði undir leikmanna samning við kkd. Hauka og mun því spila með hinu unga og efnilega liði Hauka næsta vetur. Helena er ein þekktasta körfuknattleikskona landsins og því er þetta gríðarlegur fengur fyrir Hauka og kvenna boltann á Íslandi.