Hauka stelpurnar fara suður með sjó í kvöld og munu heimsækja Keflavíkur stúlkur í þriðja leik undanúrslitanna í Dominos deild kvenna.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í TM höllinni í Keflavík. Stelpurnar okkar eru komnar með bakið upp við vegginn fræga eftir að Keflavík lagði Haukanna í öðrum leiknum hér í Schenkerhöllinni síðasta laugardag og því er að duga eða drepast í kvöld hjá stelpunum.
Stelpurnar spiluðuð nokkuð vel í heimaleiknum og leiddu bróðurpartinn en þær létu þó svæði Keflvíkinga og pressu fara ansi illa með sig í þriðja leikhlutanum.
Við hvetjum allt Haukafólk til að gera sér ferð í Reykjanesbæ og hvetja stúlkurnar í þessum mikilvæga leik.