Leikur nr. II í undanúrslitaviðureign Hauka og Tindastóls verður háður í kvöld, föstudaginn 10. apríl, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.
Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega þar sem Haukarnir náðu sér ekki á strik og áttu slakan leik. Stólarnir leiddi nánast allan leikinn en Haukarnir bitu aðeins frá sér í þriðja leikhluta og náðu að ná niður 18 stiga forystu Stólanna niður í 5 stig, en lengra komust strákarnir ekki og unnu Stólarnir sanngjarnan sigur í fyrsta leik.
Strákarnir eru staðráðnir í því að sýna úr hverju þeir eru gerði í kvöld og ætla að koma dýrvitlausir til leiks. Þeir hafa sýnt það áður í vetur að þeir koma alltaf til baka og eru ákveðnir í að gera það aftur í kvöld.
Stuðningur við liðið hefur verið frábær í úrslitakeppninni og eru stuðningsmenn Hauka engu líkir. Stutt er stórra högga á milli hjá þessari frábæru stuðnings sveit en það er orðið daglegur viðburður að mæta og styðja Haukamenn í úrslitakeppni – Sem er bara frábært.
Allir að mæta með góða skapið í kvöld og hvetja strákana áfram til sigurs.